Úthlutun styrkja vegna fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til sveitarfélaga vegna framkvæmda við fráveituverkefni fyrir árin 2020 og 2021. Umsóknir bárust frá 30 sveitarfélögum vegna 51 fráveituverkefnis og er áætlaður heildarkostnaður vegna þeirra um 3,5 milljarðar króna.

Öll verkefnin hlutu styrk, en styrkirnir eru veittir á grundvelli reglugerðar.

Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við sniðræsi frá safnkerfum fráveitna, hreinsi­virki, dælustöðvar og útrásir.  Jafnframt eru styrkhæfar framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts.

Áætlaðar styrkveitingar vegna framkvæmda sveitarfélaganna við fráveituframkvæmdir á árunum 2020 og 2021 nema um 845 milljónum króna.

Bæjarins besta hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða sveitarfélög fengu styrk og hve mikið.

DEILA