Tvö skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn

Viking Sky. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Erlendu skemmtiferðaskipin eru loks farin að koma til Ísafjarðar. Ocean Diamond kom á sunnudaginn. Það er 124 metra langt og tekur 189 farþega. Í áhöfn eru 144 manns.

Í gær kom svo Viking Sky öðru sinni. Það er mun stærra, 228 metra langt og tekur 930 farþega auk 550 manna áhafnar.

Bæði skipin lögðust að kanti í Sundahöfn.

Mikil umsvif fylgja skipunum og voru t.d. rútur á ferð og flugi með farþega um norðanverða Vestfirði.

Ocean Diamond. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.
DEILA