Þingeyri: tvennir tónleikar í garðinum hjá Láru um helgina

Tvennir tónleikar verða um helgina í garðinum hjá Láru á þingeyri.

Hljómsveitin Hipsumhaps spilar í garðinum laugardagskvöldið 10. júl kl 20.00  og á sunnudaginn 11. júlí kl 17.00 mætir Góss í garðinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem Góss mætir til Þingeyrar en sveitin er skipuð þeim Sigríði Thorlacius, Guðmundi Óskari og Sigurði Guðmundsyni.

Frítt er inn á báða þessa tónleika.