Teigsskógur: viðræður í gangi

Frá framkvæmdum við þverun Þorskafjarðar. Mynd: Vignir Bjarni Guðmundsson.

Viðræður standa yfir milli Vegagerðarinnar og eigenda jarðarinnar Gröf um lagningu vegar um jörðina samkvæmt svonefndri ÞH leið milli Skálaness og Þorskafjarðar. Samningar liggja fyrir við landeigendur annarra jarða og er aðeins ósamið við eigendur Grafar.

Þetta staðfestir Sigurþór Guðmundsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni. Sigurþór sagði viðræður á viðkvæmu stigi og varðist frekari frétta en sagðist gera sér vonir um að samningar náist á næstunni.

Á næstu dögum verður auglýst útboð á nýbyggingu vegar frá Hallsteinsnesi að Djúpadal, sem verður tengivegur við nýja veginn og er áformað að hefja framkvæmdir í haust og ljúka verkinu á næsta ári.

Unnið er af fullum krafti við þverun Þorskafjarðar og gengur verkið vel.

DEILA