Sveitalíf á Vestfjörðum næstu daga

Þeir félagar Jógvan Hansen og Friðrik Ómar eru þessar dagar að skutlast á millu staða á húsbíll og syngja og skemmta landsbyggðinni.

Hólmavík í kvöld

Núna eru þeir komnir vestur og ætlað gera sitt allra besta til þess að skemmta og syngja fyrir gesti og gangandi. Í kvöld verða þeir með tónleika á Hólmavík , á morgun á Þingeyri, á föstudaginn á Flateyri og enda á Patreksfirði á laugardaginn.

„Það er ómissandi partur af túrnum okkar að heimsækja firðina fögru þó svo það reyni aðeins á að vera á stórum húsbíl saman og keyra suma vegina:)  Ferðalagið okkar hingað til hefur gengið frábærlega og viðtökur hafa verið yfir væntingum. Við framleiddum boli í ár sem á stendur „ÉG ER SVEITALUBBI” og þeir hafa rokið út á tónleikunum. Enda erum við öll sveitalubbar inn við beinið og eigum að vera stolt af því” segir Jógvan Hansen.