Strandveiðar: 360 tonn í síðustu viku á Vestfjörðum

Strandveiðibátar lönduðu samtals 360 tonnum af bolfiski í vestfirskum höfnum í síðustu viku.

Mest barst á land í Bolungavikurhöfn, en þar lönduðu 43 bátar 97 tonnum. Á Patreksfirði var landað 68,2 tonnum. Í þriðja sæti var Suðureyri, en þar komu 59 tonn á land. Norðurfjörður í Árneshreppi var fjórða aflahæsta höfnin í síðustu viku með 50 tonn. Næst kom Flateyri með 31,5 tonn, Bíldudalur 10 tonn, Drangsnes 9 tonn, Súðavík 7 tonn, Hólmavík 2,6 tonn og Þingeyri 1 tonn.