Patrekshöfn: 564 tonn í júní

Alls var landað 564 tonnum af botnfiski í Patrekshöfn í júní. Handfæraafli var hvorki meira né minna en 383 tonn í mánuðinum.

Í dragnót voru veidd 103 tonn og landaði á Patreksfirði. Einkum var það Ísey EA sem stundaði þær veiðar og landaði hún 101 tonni af þessum 103 tonnum.

Tveir bátar lönduðu línuveiddum afla, Núpur ÍS var með 63 tonn og Stakkhamar SH landaði 10 tonnum.

Þá voru tæp 5 tonn veidd á sjóstöng.

Skakarar á Patreksfirði undir húsgafli. Mynd: Patrekshöfn.