Nýskráningar bíla 40% fleiri en á sama tíma í fyrra

Nýskráðar nýjar fólksbifreiðar eru það sem af er árinu orðnar 6.603. Það er aukning um rúm 40% þegar sölutölur yfir sama tímabil á síðasta ári eru skoðaðar. Nýskráningum til almennra notkunar nema tæplega 60% og til bílaleiga 40% af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílategundirnar Toyota og Kia tróna í langefstu sætunum. Hlutdeild Toyota nemur 16,5%, alls 1.090 bílar og hlutdeild Kia er 15,9%, alls 1.049 bílar. Í næstum sætum koma Suzuki með 437 bíla, Hyundai 419, Volkswagen 358 og Tesla með 325.

Það sem af er árinu eru nýkskráningar flestar í tengiltvinn bílum, alls 24%. Hybrid bílar eru með 21,2% hlutdeild, rafmagnsbílar 19,9%, bensbílar 19,5% og dísil með 15,3%.

DEILA