Merkir Íslendingar – Eiríkur Ásgeirsson

Eiríkur Guðbjartur Ásgeirsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð fyrir 100 árum – þann 1. júlí 1921. Foreldrar hans voru Ásgeir Guðnason frá Ísafjarðardjúpi, f. 15. ágúst 1884 –  d. 23. nóvember 1973 , kaupmaður og útgerðarmaður á Flateyri, og Jensína Hildur Eiríksdóttir frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 18. mars 1887 –  d. 11. febrúar 1947, húsmóðir.


Eiríkur og Jensína eignuðust 9 börn  sem voru: Guðni, Hörður, Gunnar, Sigríður Jóhanna, Eiríkur, Ebenezer Þórarinn,  Erla Margrét og Snæbjörn. Sjá  meðfylgjandi mynd:

Eiríkur stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands, og lauk verzlunarprófi árið 1942. Hann starfaði m.a. eftir það sem skrifstofustjóri hjá embætti Borgarlæknis í Reykjavík.

Árið 1951 var hann ráðinn sem forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) og gegndi því starfi allt til dauðadags, árið 1983. Hann var jafnframt formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur um árabil, sem og formaður skipulagsnefndar fólksflutninga.

Eiríkur kvæntist Katrínu Oddsdóttur (f. 17.3.1923, d. 27.4.1982), foreldrar hennar voru Oddur Björnssonar og Sigríður Kristín Halldórsdóttir.  Eiríkur og Katrín eignuðust fjögur börn.

Þau eru:

Oddur, f. 1946,  líffræðingur og gæðastjóri, kvæntur Katrínu Finnbogadóttur

Hildur, f. 1947, kennari, gift Magnúsi Péturssyni,

Halldór, f. 1953, landfræðingur og kerfisfræðingur, kvæntur Svanlaugu Vilhjálmsdóttur,

Ásgeir, f. 1955, rekstrarhagfræðingur og bæjarstjóri, kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur.

Fjöldi afkomenda þeirra Eiríks og Katrínar eru alls 32.

Eiríkur Ásgeirsson lést á heimili sínu þann 13. október1983.

 Börn Ásgeirs Guðnasonar og Jensínu Eiríksdóttir á Flateyri. Talið frá vinstri:- Guðni f. 02.03 1914 – d. 26.05 1966 – Hörður f. 27.12 1915 – d. 23.10 1982– Gunnar f. 07.06 1917 – d. 07.07 1991 – Sigríður f. 19.04 1919 – d. 21.03 1996– Eiríkur f. 01.07 1921 – d.13.10 1983 – Ebenezer f. 15.05 1923 – d. 08.10 1997– Erla f. 29.10 1928 – d.11.05 2007 – Snæbjörn f, 27.04 1931 – d. 09. 12. 2012.. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR 1951 – 1983.Myndin tekin á Kirkjusandi í október 1977, allur flotinn inni vegna verkfalls. Eiríkur fæddist fyrir 100 árum, þann 1. júlí 1921. Hann lést 13. október1983.Ljósmyndari: Hörður Vilhjálmsson. Heimild: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Skráð af Menningar-Bakki.