Menningarsjóður vestfirskrar æsku

Eins og undanfarin ár verða veittir styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni.

Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrk úr sjóðnum:

1.   Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu, föður eða móður.

2.  Einstæðar mæður.

3.  Konur, meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun.

4.  Ef engar umsóknir eru frá Vestfjörðum, koma umsóknir Vestfirðinga búsettum annars staðar til greina.

Félagssvæði Vestfirðingafélagsins er Ísafjarðarsýslur, Ísafjörður, Stranda- og Barðastrandasýslur.

Umsóknir skulu sendar fyrir lok júlí mánaðar 2021 til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku c/o Heiða Jóna Hauksdóttir, Digranesheiði 34, neðri hæð, 200 Kópavogur og skal umsögn/rökstuðningur fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Netfang:  vestfirdingafelagid@gmail.com

Á síðasta ári voru veittir styrkir til tveggja ungmenna frá Vestfjörðum.

Í stjórn sjóðsins eru:  Heiða Jóna Hauksdóttir,  Ásdís Sæmundsdóttir og Sigurður H. Magnússon.