Lengjudeildin: Vestri vann Fjölni 2:1

Vestramenn fagna síðara marki sinu.

Knattspyrnulið Vestra í karlaflokki vann góðan sigur á Fjölni úr Grafarvoginum þegar liðin mættust í gær í fyrsta leik 10. umferðar Lengjudeildarinnar. Eftir markalausan fyrrihálfleik dró til tíðinda um miðjan seinni hálfleikinn. Fjölnir fékk vítaspyrnu og tók forystuna. Við það lifnaði yfir Vestramönnum og þeir urðu beittari í aðgerðum sínum og gerðu tvö mörk með skömmu millibili. Nicolaj Madsen og Chechu Meneses  skoruðu eftir góð upphlaup upp kantana þar sem sóknarmenn Vestra komust inn fyrir bakverði Fjölnis.

Með sigrinum færði Vestri sig upp í 5. sæti deildarinnar og er með 16 stig. Svo vill til með stöðu annarra liða að ljóst er að Vestri heldur 5. sætinu hver svo sem úrslit annarra leikja í 10. umferðinni verður.

DEILA