Kuldametið 1918

Hvalreki varð á Skagaströnd í janúar 1918, frostaveturinn mikla. Evald Hemmert, kaupmaður á Skagaströnd, tók myndina. Hvalurinn varð innlyksa í ísnum á Húnaflóa. Hér er hann dauður og snýr þaninn kviðurinn upp

Nú eru rúm hundrað ár frá því að kaldast var í Reykjavík og víðar á landinu frá því mælingar hófust.

Í Reykjavík mældist frostið 24,5 stig en á Grímsstöðum 36 stig og í Möðrudal 38 stig. Á nokkrum öðrum stöðvum mældist frostið um 30 stig.

Myndin sýnir hvalreka á Skagaströnd í janúar frostaveturinn mikla. Túlka má heimildir þannig að frost hafi síðustu 200 árin sennilega ekki orðið öllu meira hérlendis en varð í kastinu í janúar 1918.

Mikil hæð var við landið í upphafi mánaðarins og mikill hafís fyrir Norðurlandi fram í febrúar. Aðalkuldakastið hófst um þrettándann. Framan af var heldur hvassviðrasamt en um 20. janúar var vindur orðinn hægur og þá urðu mestu kuldarnir á flestum stöðvum.

Af vedur.is

DEILA