Knattspyrna: Hörður vann 6:0 í gærkvöldi

Frá leik Harðar við Ými sl sunnudag. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Hörður Ísafirði lék í gærkvöldi við Reyni frá Hellissandi í 4. deildinni C riðli.

Ísfirðingarnir höfðu mikla yfirburði og leiddu 5:0 í leikhléi. Í seinni hálfleik bættu þeir við einu marki og lauk leiknum með stórsigri 6:0.

Felix Rein Grétarsson gerði tvö mörk og Kári Eydal, Sigurður Arnar Hannesson,
Davíð Hjaltason og Guðmundur Páll Einarsson eitt hver.

Hörður er nú fjórða sæti riðilsins með 28 stig eftir 13 leiki og eru aðeins tveimur stigum frá toppliði Knattspyrnufélagi Ásvalla í Hafnarfirði. Leiknar eru 16 umferðir.

Fjögur efstu liðin hafa stungið hin liðin í riðlinum af og keppa þau um tvö efstu sætin, sem gefa þátttökurétt í útsláttarkeppni um tvö laus sæti í 3. deild.

DEILA