Ísafjarðarbær hvetur garðeigendur til að klippa trjágróður

Í tikynningu frá Ísafjarðarbæ eru garðeigendur í hvattir til að klippa trjágróður við lóðamörk svo hann hindri ekki umferð vegfarenda eða hylji umferðarskilti og götumerkingar og dragi úr götulýsingu.

Minnt er á að samkvæmt byggingareglugerð þurfa garðeigendur að halda gróðri innan lóðarmarka.

Í reglugerðinni segir: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.“