Húsið Ísafirði: uppistand á föstudaginn

Grínistarnir Þórhallur Þórhallsson og Helgi Steinar mæta vestur á föstudaginn og skemmta á Húsinu um kvöldið.

Þeir félagar hafa ekki farið í ferð síðan þeir skemmtu seinast fyrir áhorfendum um allt Kína, þar á meðal í borginni Wuhan í nóvember 2019 – örfáum dögum áður en fyrsta staðfesta smit kom upp þar á bæ. 

Í kynningu segir að Þórhallur sé vel kunnugur landsmönnum, ekki bara sem uppistandari og fyrrum sigurvegari Fyndnasti Maður Íslands, heldur einnig sem útvarpsmaður og leikari. 

Þá segir að Helgi Steinar sé margverðlaunaður grínisti sem hefur ferðast með uppistand um allan heim, þar á meðal til Rússlands, Úkraínu og Kína. Hann hefur einnig skemmt á Edinborgar Fringe hátíðinni tvö ár í röð og séð um framleiðslu á uppistands-heimildarþáttum.

Sýningin hefst kl 22 og er ókeypis.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!