Hótel Flókalundur í Vatnsfirði

Flókalundur 2021.

Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.

Í hádeginu er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttarseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Kvöldmatseðill er frá 18.00-20.00.

Tjaldsvæði er staðsett rétt fyrir ofan hótelið. Þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, heitt og kalt vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Mjög góð aðsókn hefur verið að hótelinu frá því að það var opnað í byrjun júní og stefnt er á að hafa opið til 20 september eins og staðan er núna. Það eru nokkuð að jöfnu íslenskir og erlendir ferðamenn sem heimsækja hótelið að sögn staðarhaldara. Aðsókn að tjaldstæðinu hefur aukist eftir því sem liðið hefur á sumarið og þar er ánægja með alla aðstöðu og eina umkvörtunarefnið eru lélegir vegir.

DEILA