Hlaupahátíð á Vestfjörðum stendur yfir

Fjögurra daga hlaupahátíð á Vestfjörðum hófst á fimmtudaginn. Þá var keppt í Skálavíkurhlaupi og Skálavíkurhjólreiðum.

Í 19 km Skálavíkurhjólreiðum voru það Anna María Daníelsdóttir og Þorsteinn Másson sem sigruðu, í 12 km Skálavíkurhlaupi sigruðu Kristjana Milla Snorradóttir og Henrik Andersen og í 19 km hlaupinu voru það hjónin Rannveig Halldórsdóttir og Kristbjörn Róbert Sigurjónsson sem komu, sáu og sigruðu.

Í gær var keppt í sjósundi. Voru 32 keppendur í 500 metra sjósundi og 6 í 1500 metra sundinu. Þá fór fram Arnarneshlaupið. Í 10 km hlaupinu kepptu 30 manns og 15 hlupu hálfmaraþon. Þar varð Rúnar Sigurðsson fyrstur karla og Katrín Sif Kristbjörnsdóttir fyrst kvenna. Í 10 km hlaupinu varð Sigurður Karlsson fyrstu karla og Gígja Björnsdóttir fyrst kvenna.

Í dag verður keppt í hjólreiðum skemmtiskokki. Fram fer 55 km Vesturgötuhjólreiðar og 8 km skemmtihjólreiðar. Í skemmtiskokkinu verður keppt á þingeyri bæði í 2 km og 4 km vegalengdum.

Hlaupahátíðinni lýkur á sunnudaginn með Vesturgötuhlaupi. Keppt verður í þremur vegalengdum, 10 km sem kallast hálf Vesturgata, heil Vesturgata sem er 24 km og tvöföld Vesturgata 45 km.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!