Fótboltinn: vonbrigðaúrslit um helgina

Ekk gekk sem skyldi í knattspyrnu karla um helgina. Bæði Vestri og Hörður léku á heimavelli en töpuðu sínum leikjum.

Á laugardaginn fékk Vestri Selfyssinga í heimsókn í Lengjudeildinni. Þar var markalaust í hálfleik en snemma í síðari hálfleik skoraði Pétur Bjarnason gott skallamark. Fimm mínútum síða fengu Selfyssingar vítaspyrnu og jöfnuðu leikinn. Markvörður Vestra varði spyrnuna en boltinn hrökk til Gary Martin sem skoraði.

Sigurmark Selfyssinga kom á síðustu anndartökum leiksins og voru þá komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma.

Samúel Samúelsson sagði við Bæjarins besta að liðið hefði ekki átt sinn besta dag en hafði engu að síður fulla trú á því að liðið myndi blanda sér í baráttuna um tvö laus sæti í efstu deildinni.

Vestri er nú í 7. sæti með 19 stig eftir 13 umferðir og er 7 stigum á eftir ÍBV sem er í 2. sæti. Leiknar eru 22 umferðir. Næsti leikur Vestra verður á miðvikudaginn á Olísvellinum á Ísafirði þegar Grótta frá Seltjarnarnesi kemur í heimsókn.

Hörður í 4. sæti

Hörður Ísafirði fékk lið Ýmis frá Kópavogi í heimsókn í gær í 4. deild C riðli. Leikið var á Skeiðisvellinum í Bolungavík í erfiðu veðri fyrir knattspyrnu, hífandi roki og rigningu.

Strákarnir úr siglingaklúbbnum léku undan vindi í fyrra hálfleik og skoruðu tvö mörk. Í síðari hálfleik snerist leikurinn við og Harðarpiltar sóttu án afláts að marki Ýmis. Þrátt fyrir margar góðar sóknir tókst ekki að koma boltanum í netið og jafnvel vítaspyrna sem Hörður fékk misfórst. Leikurinn endaði því 2:0 fyrir Ými.

Sjá mátti að reynsluleysi hinna ungu Harðverja háði þeim nokkuð en þeir sýndu ágæta takta.

Fjögur lið í riðlinum hafa slitið sig frá hinum og eiga þau öll möguleika á að ná öðru af tveimur efstu sætunum sem gefa rétt til þess að spila í útsláttarkeppninni um tvö laus sæti í 3. deild.

Hörður er í 4. sæti en er skammt frá efstu liðunum. Leiknar eru 16 umferðir og á Hörður eftir 4 leiki.

Staðan í ri’linum er þessi:

Ein af mörgun sóknum Harðar í seinni hálfleik í uppsiglingu.
Þessi vösku áhorfendur voru vel búnir í brekkunni á Skeiðinu og höfðu með sér stóla til að sitja á.