Engidalsvirkjun Orkubú Vestfjarða í Engidal Ísafirði.

Nú í ár eru 100 ár frá því að kveikt var á ljósum á Ísafirði frá 55.KW dísil ljósavél er staðsett var í húsinu  Aðalstræti 24.

Fyrir þann tíma og alveg fram á árið 1929 voru framámenn á Ísafirði með áform að virkja Fossá í Engidal fyrir rafmagnsframleiðslu með Vatnsaflvirkjun í Engidal og stofnuðu nefnd er kölluð var ljósanefnd. Var hugmynd að byrja  framkvæmdir 1929 en þá kom fjármálakreppa og lítið var um fjármagn. Miklar mælingar og athuganir höfðu verið framkvæmdar á Fossá og Selá og einnig Langá í Engidal. 1935 varð að samkomulagi hjá bæjarstjórn Ísafjarðar og hreppsnefnd Eyrarhrepps að virkja Fossá og mun Hnífsdalur fá rafmagn samtímis.

Byrjuðu framkvæmdir 1935 með gerð stíflu upp við Fossavatn og byggingu stöðvarhúss fyrir 2 vélar og lagningu þrýsivatnspípu. Keypt var Túrbína og gangráður frá Finnshyttan í Svíþjóð og 750 KVA rafall frá Titan í Danmörku. Gert var ráð fyrir að vélin skilaði 600.KW. Lögð 6.KW lína frá Engidal til Ísafjarðar og  Hnífsdal.

Fossavélinni var startað 13. febrúar 1937 og straumur settur á til Ísafjarðar kl. 12,35. Árið 1939 var byggt íbúðarhús í Engidal fyrir starfsmenn, sem nú er orlofshús og aðstaða fyrir félagsstarf.

Mælingar voru svo einnig gerðar á að virkja Nónvatnið. Voru framkvæmdir þar hafnar 1942 við gerð stíflu þar og lagningu þrýstivatnspípu. Leitað tilboða um 500.KW vélbúnað.Var keypt vélbúnaður frá General Elentric í Ameríku sem var í Goðafossi, en hann fórst á leiðinni til Íslands 1945. Frestaðist þá uppsettningunni um nokkra mánuði,því kaupa þurfti aftur sama búnað. Var Nónvélin sett við hlið Fossavélar og startað í mars 1946. Var framleiðslu geta hennar 560 KW.

1948 þurfti enn að bæta við afli til að halda uppi rafmagni á Ísafirði og var þá gerð viðbygging við Stöðvarhúsið og keypt Skoda dísilvél með 300.KW rafal. 1956 var húsið stækkað og  keypt ný stór dísilvél MAK með 800.KW rafal.  Lauk þá breitingum í Engidal, því Ísafjörður tengdist Mjólkárvirkjun 1959. Föst vaktavinna starfsmanna var í Engidal frá byrjun til 1980 og var margur mætur starfsmaðurinn sem starfaði þar.  Þess má geta í tíð Rafveitu Ísafjarðar var  vinsælt að fara sunnudagsrúnt og  heimsækja Engidalsvirkjun og var þá alltaf skrifað í Gestabók og eru þær allar til og einnig eru til dagbækur stöðvarinnar frá upphafi er sýna framleiðsu stöðvarinnar á hverjum degi og veðrið á  Ísafirði.

2013 var ákveðið hjá stjórn Orkubú Vestfjarða að reisa nýtt stöðvarhús á lóð Orkubúsins í Engidal og setja upp vélbúnað með 1200.KW framleiðslugetu. Leggja nýja Þrýstivatnspípu að Fossavatnsstíflu til að leysa af rekstur Fossavélar og seinna rekstur Nónvélar.

2015 var nýjum vélbúnaði er nefnd er Fossárvél startað í nýja stöðvarhúsinu í september og jafnframt var var Fossavélin stöðvuð og gamla þrýstivatnspípan aflögð og aftengd við stöðvarvegg. Fossavélin lauk því framleiðslu sinni eftir farsælan rekstur í 78 ár. Nónvélin er að stöðvast núna eftir 75 ára framleiðslu, því þrýstivatnspípan þarf endurnýjun við að hluta, sem á svo að tengjast eftir viðgerð við nýju Fossárvélina . Nónvélin og búnaður hennar er orðin lélegur.

26.ágúst 1977 var Orkubú Vestfjarða stofnað og tók til starfa 1.janúar 1978 og tók yfir allan rekstur stöðva og raforkukerfa á Vestfjörðum, nema Ísafjarðardjúp er kom inn seinna. Stjórnendur Orkubúsins og starfsmenn þess, hafa með útsjónarsemi og dugnaði  lift grettistaki í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum og byggja Kyndistöðvar og dreifikerfi hitaveitu í fimm byggðarkjörnum á Vestfjörðum.

ÉG undirritaður vill því á þessum tímamótum í rekstri Engidalsvirkjunar að stjórnendur Orkubús Vestfjarða sýni þeim framsýnu mönnum er virkjuðu vatnsaflið í Engidal með svita og tár og veittu Ísfirðingum ljós og il á erfiðum tímum þann heiður, að gera í Engidal umhverfið, Stöðvarhúsið og búnað innandyra veglega umhirðu og snyrtimennsku til minjar og sýningar og upplýsingar um þennan tíma. Rekstur Engdalvirkjun var farsæll án teljandi bilanna hjá Orkubúi Vestfjarða og framleiddu vélarnar í góðu vatns ári allt að 6.GWST á ári.   ÉG starfaði verkstjórnandi hjá OV og sá um rekstur Engidalvirkjun frá 1978 til 2019.

Kristján Pálsson vélfræðingur.

DEILA