Edinborgarhúsið: söngleikurinn 9 til 5 frumsýndur á morgun

Á morgun verður frumsýndur á Ísafirði í Edinborgarhúsinu söngleikurinn 9 til 5 sem er gerður eftir samnefndri kvikmynd frá 1980 með Dolly Parton í aðalhlutverki. Alls eru 14 sem leika hlutverk eða spila með hljómsveitinni sem flytur lögin.

Söngleikurinn er byggður á myndinni 9 to 5 og er með lög og enska lagatexta eftir Dolly Parton. Þór Breiðfjörð sá um þýðingu. 
Sagan fjallar um þrjár frekar ólíklegar vinkonur sem taka yfir skrifstofuna sem þær vinna á. Þær læra að það er ekkert sem þær geta ekki gert, jafnvel þar sem talið er að karlarnir ráði öllu. 

Að sýningunni standa 15 ísfirsk ungmenni sem tóku sig saman um að koma henni á. Þau haf mörg hver komið að tónlistar- og leiklistarstarfi í listaskóla og leikfélög á Ísafirði.

Sýningadagar: 

Frumsýning, föstudag 9.júlí kl 20:00 
2.sýning, laugardag 10.júlí kl 17:00
3.sýning, laugardag 10.júlí kl 21:00
4.sýning, sunnudag 11.júlí kl 20:00
5.sýning þriðjudag 13.júlí kl 20:00
6.sýning föstudag 16.júlí kl 20:00

DEILA