Vestri vann í bikarkeppninni

Fr´leik Vestra við Aftureldingu í Lengjudeildinni fyrir hálfum mánuði.

Vestri gerði góða gerð í Mosfellsbæinn á miðvikudaginn í þriðju umferð í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Vestri vann öruggan sigur 2:1 á Aftureldingu. Pétur Bjarnason skoraði fyrra mark vestra á 12. mínútu. Afturending jafnaði fyrir leikhlé en Sergine Fall skoraði sigurmrkið á 60. mínútu leiksins.

Vefurinn fotbolti.net segir að Pétur Bjarnason hafi verið besti maður leiksins og að Vestramenn hafi verið beinskeyttari við markið og átt sigurinn skilið.

DEILA