Vegagerðin auglýsir aftur útboð á Tálknafjarðarvegi

Tálknafjörður Mynd : Mats Wibe Lund.

Vegagerðin í samvinnu við Tálknafjarðarhrepp auglýsti í vor útboð á 1,6 km þjóðvegi í gegnum þéttbýlið á Tálknafirði. Ekkert tilboð barst í verki.

Nú hefur þetta sama verk verið boðið út aftur og er gert ráð fyrir lengri framkvæmdatíma og verklokum í ágúst 2022 en áður hafði verið gert ráð fyrir að verkinu væri lokið á þessu ári..

Útboðsgögn eru nú aðgengileg og er tilboðsfrestur til kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júní 2021.

Að sögn sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps hefur þessi framkvæmd verið lengi í undirbúningi og vegurinn í gegnum þorpið nánast ónýtur. Þess vegna sé mikilvægt að náðst hafi samkomulag um endurbæturnar áður en komi til yfirtöku á veginum eins og nú sé gert ráð fyrir í sambandi við þjóðvegi í þéttbýli, sem áður hafa verið í umsjá Vegagerðarinnar.

DEILA