Útgáfa á breyttu starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði.

Breytingin felur í sér að rekstraraðili fær heimild til notkun á koparnótum. Breytingin tekur mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 14. janúar 2021.

Umhverfisstofnun bendir jafnframt á að kopar verður vaktaður í umhverfi kvíanna og ef talið er að uppsöfnun eigi sér stað samkvæmt þeim mælingum er hægt að endurskoða heimildina.

Ein athugasemd barst frá Icelandic Wildlife Fund vegna tillögunnar á auglýsingatíma og þar segir að engin ástæða sé til ætla annað en að kopar muni hlaðast upp af sífellt vaxandi magni með tímanum í setlögum og öðru umhverfi sjókvíaeldissvæðanna í Patreks- og Tálknafirði ef Arnarlax fær heimild fyrir notkun á eldisnótum með ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð.

Í athugasemd Landvernd sem barst eftir að auglýsingatíma lauk segir að stjórn Landverndar telji rétt á grundvelli varfærnisjónarmiða að Umhverfisstofnun veiti ekki framangreinda heimild og notkun efnisins verði stöðvuð.

.

DEILA