Smábátasjómenn vilja veiða meiri þorsk

Formaður og framkvæmdastjóri LS funduðu með sjávarútvegsráðherra sl. miðvikudag.  Þar kynnti Landsamband smábátasjómanna tillögu sína um leyfilegan hámarksafla í þorski sem þeir lögðu til að yrði 257 þús. tonn eða tæpum 40 þús tonnum meira en Hafrannsóknarstofnun lagði til og sjávarútvegsráðherra samþykkti.

Í tillögu sinni segir LS að á grundvelli tugaprósenta ofmats Hafrannsóknastofnunar á veiði- og hrygningarstofni og nýliðun hafi þeir ákveðið að leggja til við ráðherra að hreyfa ekki við aflamarki í þorski.  

Úrvinnsla og mat Hafrannsóknastofnunar væri ótrúverðugt og því ekki ástæða til að stökkva á það fyrr en að fenginni ítarlegri skoðun óvilhallra sérfræðinga, sjó- og vísindamanna segir í tillögunni.