Rauði krossinn Ísafirði: vilja bætta umgengni við fatagáma

Í tilkynningu frá Rauða krossinum Ísafirði er vakin athygli á óviðunandi umgengni við faragáma Rauða krossins og íbúar beðnir um að gera bragarbót hvað það varðar.

„Kæru íbúar Ísafjarðarbæjar þessi umgengni er ekki í boði. Ef gámarnir eru fullir vinsamlega látið vita af því. Það má senda póst á netfangið formadur.isafjordur@redcross.is eða hringja í síma 8665316.

Það MÁ EKKI skilja eftir poka út um allt.

Ef það er ekki hægt að halda góðri umgengni við gámana mun Rauði krossinn alfarið hætta að taka á móti fötum á Ísafirði. Aðstaðan sem við höfum er til bráðabirgða, við höfum eitt ár til að finna varanlega lausn. Allar ábendingar um fáanlegt húsnæði eru vel þegnar.

Við reynum að tæma gámana einu sinni í viku, við erum sjálfboðaliðar og myndum gjarnan vilja fá fleiri sjálfboðaliða til að sjá um þetta með okkur til að dreifa álaginu. Þetta er mikil vinna fyrir fátt fólk, en lítið mál fyrir marga.“

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!