Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: mikil kjörsókn

Fyrri dagur prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var á miðvikudaginn. Að sögn Sigríðar Ólafsdóttur formanns Kjördæmisráðs eru um 1100 manns búnir að kjósa að meðtöldum utankjörfundaratkvæðum. Hún vildi ekki spá fyrir um hve margir myndu kjósa en sagði að kjörsóknin hefði verið góð.

Síðasta prófkjör fór fram 2016 og þá tóku liðlega 1500 manns þátt.

Þá varð Haraldur Benediktsson efstur og fékk hann 738 atkvæði í 1. sæti, Teitur Björn Einarsson fékk 470 atkvæði í 1. sæti og Þórdís K. Gylfadóttir fékk 124 atkvæði í 1 sæti. Þórdís fékk langflest atkvæði í 2 sætið eða 728 og varð það til þess að hún hreppti 2. sætið og Teitur Björn fékk svo það þriðja. Hafdís Gunnarsdóttir varð í 4 sæti í prófkjörinu 2016.

Sigríður Ólafsdóttir sagði að talning myndi hefjast kl 5 í dag og að stefnt væri að því að fyrstu tölur yrðu birtar kl 9 í kvöld.

DEILA