Patrekshöfn: 1.200 tonna afli frá maíbyrjun

Alls bárust 686 tonn af fiski að landi í Patrekshöfn í maímánuði. Linubáturinn Núpur BA var aflahæstur með um 230 tonn í sjö veiðiferðum. Gullhólmi SH var með 17 tonna afla.

Þá lönduðu þrír grásleppubátar 37 tonnum af hrognum. Það voru Sæfari BA, Jón Bjarna BA og Héðinn BA.

Strandveiðar hófust í byrjun maí og samkvæmt tölum Fiskistofu lönduðu strandveiðibátar rúmlega 400 tonnum í Patrekshöfn í mánuðinum.

Í júnímánuði hafa borist 518 tonn að landi. Um 60 tonn hafa verið veidd á línu. Rétt eins og í maí er handfæraaflinn mikill og er hann orðinn um 360 tonn það sem af er júní.

Samtals hefur verið landað 1.200 tonnum frá byrjun maímánaðar.

DEILA