Opið upp á Bolafjall

Opnað var fyrir umferð upp á Bolafjall föstudaginn 25. júní.

Búið að hefla og rykbinda veginn og setja upp merkingar.

Undanfarin ár hefur orðið veruleg aukning á umferð upp á fjallið að sögn starfsmanna við ratsjárstöðina sem þar er.

Vinna við að koma upp útsýnispalli sem hófst í fyrra er nú farin af stað aftur og er áætla að henni ljúki nú í haust.