Ölvaðir á strandveiðum

Lögreglan á Vestfjörðum þurfti í síðustu viku tvívegis að hafa afskipti af ölvuðum strandveiðisjómönnum.

Á þriðjudag hafði lögreglan afskipti af skipstjóra strandveiðibáts á Patreksfirði vegna gruns um að hann væri ölvaður.

Daginn eftir á miðvikudag var annar skipstjóri strandveiðibáts handtekinn í Önundarfirði.

Sá er grunaður um að hafa stýrt báti sínum ekki allsgáður og fleiri brot á Siglingarlögum. Skipstjórinn fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar og var kallað eftir aðstoð landhelgisgæslunnar sem var með varðskip ekki fjarri.

Rannsókn þessara tveggja mála stendur yfir hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

DEILA