Mikill verðmunur á sumarnámskeiðum barna

Foreldrar þurfa í flestum tilfellum að skipuleggja frítíma barna í nokkrar vikur yfir sumarið svo þeir geti sinnt vinnu á meðan skólar landsins eru lokaðir og foreldrarnir ekki komnir í frí.

 Margir reiða sig því á sumarnámskeið sem geta verið kostnaðarsöm þrátt fyrir að ódýrustu námskeiðin séu valin. Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman verð á hinum ýmsu sumarnámskeiðum sem standa foreldrum til boða í ár.

Í mörgum sveitarfélögum stendur til boða að nýta frístundastyrki upp í sumarnámskeið en slíkir styrkir hrökkva skammt ef þeir eiga bæði að nýtast í tómstundir yfir veturinn og standa straum af kostnaði við sumarnámskeið.

Úttekt ASÍ sýnir að mikill munur er á verði á íþrótta- og fjölgreinanámskeiðum hjá íþróttafélögum. Tímagjald á slíkum námskeiðum í úttektinni er á bilinu 133 kr. – 487 kr.

Tímagjöld á námskeiðum hjá íþróttafélögum og sveitarfélögum eru þó almennt í ódýrari kanntinum á meðan námskeið í listgreinum, tækni og hestamennsku o.fl. eru dýrari.Úttektin má nálgast hér: https://bit.ly/3vOd5jL