Merkir Íslendingar – Áslaug Sólbjört Jensdóttir

Áslaug Sólbjört Jensdóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918.

Foreldrar hennar voru Ásta Sóllilja Kristjánsd., f. 6.1. 1892, d. 28.1. 1936, frá Breiðadal í Önundarf. og Jens Guðmundur Jónss., f. 6.9. 1890 d. 15.12. 1976 frá Fjallaskaga, Dýraf. Systk. Áslaugar: Jón Óskar, Jenna tvíburasystir, Sigríður, Hilmar, Kristján Svavar, Soffía Gróa og Gunnbjörn.
 


Áslaug giftist 15.5. 1941 Valdimari Kristinssyni, skipstjóra og bónda, f. 4.1. 1904 að Núpi, Dýraf., d. 1.9. 2003. Foreldrar hans voru Rakel Jónasd. frá Skúfsstöðum Hjaltadal og Kristinn Guðlaugss. bóndi, Núpi, frá Þröm í Garðsárdal.



Börn Áslaugar og Valdimars:


1) Ásta, 

2) Gunnhildur,

3) Rakel, 

4) Hólmfríður, 

5) Kristinn,

6) Jensína,

7) Ólöf Guðný, 

8) Sigríður Jónína, 

9) Viktoría,



Áslaug ólst upp í Litla-Garði, Dýraf. Sautján ára gömul tók hún við búsforráðum með föður sínum, en móðir hennar lést um aldur fram.

Árið 1941 lauk ÁSlaug námi við Húsmæðrask. Ósk, Ísaf. Sama ár giftist hún Valdimari og fluttist að Núpi. Heimili þeirra var mannmargt og mikið um gestakomur og fundahöld er þau hjónin sinntu ábyrgðarstörfum fyrir samfélagið.

Áslaug sá um landsímastöð fyrir Núpsskóla.

Áslaug var víðlesin, fylgdist með þjóðmálum af þekkingu, var mikil ræðumanneskja og tók þátt í stjórnmálum og félagsmálum. Hún var formaður Kvenfélags Mýrarhrepps yfir 30 ár, sat í stj. Samb. vestf. kvenna og var í sóknarnefnd Núpskirkju.

Áslaug gaf út ljóða- og smásagnab. Hvíslandi þytur í blænum, árið 2000. Hún ræktaði og nýtti jurtir til matargerðar.


Áslaug Sólbjört Jensdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 12. júní 2015.

Jarðarför Áslaugar fórr fram frá Fossvogskirkju þann 26. júní 2015.


 


Núpur í Dýrafirði.
..
. 


Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA