Lítil hækkun fasteignamats í Strandasýslu og Reykhólasveit

Hækkun fasteignamats fyrir næsta ár er mest á Vestfjörðum 16,3% samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands. Um er að ræða hækkun allra fasteigna atvinnu- og íbúðahúsnæðis. Landsmeðaltalið er 7,4% og er hækkunin á Vestfjörðum ríflega tvöföld.

Hins vegar er hækkunin misjöfn innan Vestfjarða. Í fjórum sveitarfélögum er hækkunin yfir landsmeðaltalinu og í öðrum fjórum er hún undir landsmeðaltalinu. Í Tálknafjarðarhreppi er hækkunin 7,4% eða sú sama og á landinu öllu.

Hækkunin í Bolungavík, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi og Vesturbyggð er yfir landsmeðaltali en í Reykhólahreppi, Árneshreppi, Strandabyggð og Kaldrananeshreppi er hækkunin minni en á landinu öllu.

Mest er hækkunin í Bolungavík 22,8% en minnst í Kaldrananeshreppi 5%.

Bolungarvíkurkaupstaður7098.190.50810.058.24222,8%
Ísafjarðarbær2.91046.850.39655.690.53418,9%
Reykhólahreppur4604.021.6694.225.0805,1%
Tálknafjarðarhreppur2122.905.9963.121.2567,4%
Vesturbyggð1.03010.563.30912.175.87115,3%
Súðavíkurhreppur3683.057.0573.373.22510,3%
Árneshreppur117830.416877.5115,7%
Kaldrananeshreppur1891.323.2111.389.7695,0%
Strandabyggð4705.363.3185.738.8647,0%

DEILA