Landsbankinn á Ísafirði flytur í Hafnarstræti 19

Landsbankinn á Ísafirði mun opna í nýju húsnæði á Ísafirði í Hafnarstræti 19 föstudaginn 18. júní nk. Þar er betri aðstaða og aðgengi fyrir viðskiptavini og starfsfólk auk þess sem húsið hentar starfseminni betur segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

Landsbankinn hefur verið á Ísafirði frá 1904, lengst af í Landsbankahúsinu við Pólgötu 1 sem var tekið í notkun árið 1958. Húsið er alls 830 m2 og of stórt fyrir starfsemi bankans. Við byggingu þess var byggt á teikningum Guðjóns Samúelssonar en arkitekt var Bárður Ísleifsson. Húsið var auglýst til sölu í desember 2020. Bankinn hefur samþykkt tilboð í húsið en kaupsamningur hefur ekki verið undirritaður.

„Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum í nýju húsakynnunum við Hafnarstræti 19 á föstudaginn!“

Nýja húsnæði Landsbankans er í þessu húsi: