Körfubolti: Nú er spennan í hámarki

Vestri tekur á móti Hamri í 1. deild karla á föstudag kl. 20:00 í fjórða leik viðureignarinnar um sæti í úrvaldsdeild.

Staðan í einvíginu er þannig að Vestri hefur unnið tvo leiki en Hamar einn.

Með sigri í leiknum tryggir Vestri sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Tapi Vestri ráðast úrslitin í Hveragerði næsta sunnudag.

Ingólfur Þorleifsson formaður körfuknattleiksdeildar Vestra sagist bjartsýnn á góð úrslit annað kvöld. Hann vonaðist til að þeir 150 áhorfendur sem mættu vera í húsinu létu sig ekki vanta og létu vel í sér heyra því að stuðningur áhorfenda væri mikilvægur. Þá taldi hann að fyrir körfuboltann á Ísafirði skipti miklu máli að eiga lið í efstu deild. Það hefði góð áhrif á allt starfið í deildinni

Stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli í því. Mætum á pallana, höfum hátt og hvetjum strákana til sigurs!

DEILA