Karfan: Vestri á leið upp í efstu deild

Nú stendur yfir fjórði leikur Vestra og Hamars frá Hveragerði í úrslitaviðureign um sæti í efstu deild í körfuknattleik karla. Þriðju leikhluti er að verða búinn og staðan er 83:55 fyrir Vestra.

Vestri hefur haft yfirburði í leiknum , unnu fyrsta leikhlutann með 13 stigum og gerðu enn betur og bættu 18 stigum við forystuna í öðrum leikhluta. Í hálfleik höfðu Vestfirðinga 31 stigs forystu 59:28.

Enn er Vestri með 28 stiga forystu þegar fáar sekundur eru eftir af 3. leikhluta.

Staðan er því ansi vænleg fyrir Vestra og vinnist þessi leikur hefur liðið unnið sér sæti í efstu deild.