Ísafjörður: Gatnagerð á Suðurtanga

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að semja við Búaðstoð ehf um gatnagerð á Suðurtanga.

Verkið felur í sér jarðvegsskipti, lagnavinnu á hluta Kríutanga Ísafirði, grafa skal upp úr götu og skurðstæði og fylla í það með burðarhæfri möl. Undir lagnir og yfir.
Ofan á Æðartanga skal setja 20 cm lag af mulningi 0-50 mm og Kríutanga, þar skal setja fyllingu og neðra burðarlag, regnvatnslagnir, niðurfallalagnir, brunna og niðurföll.
Skila skal götustæði 30 cm undir hannaðri hæð og gangstéttum 42 cm undir hannaðri hæð.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Búaðstoð ehf., kr. 15.992.850 66,4 %
Kjarnasögun ehf., kr. 17.460.712 72,5%
Kostnaðaráætlun kr. 24.063.121 100%

Verðfyrirspurn var send til Tígurs, Þotunnar, Kubbs, Terra, Búaðstoð, Keyrt og mokað, Steypustöð Ísafjarðar og Gröfuþjónusta Bjarna.

DEILA