Ísafjarðarbær: vatnsgjald í fyrra 25% umfram kostnað

Tekjur Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar voru á síðasta ári 89 milljónir króna en útgjöldin 67 milljónir króna. Tekjurnar voru því 25% umfram útgjöld. Tekjurnar eru ekki sundurliðaðar en ætla má að meginhluti þeirra sé vatnsgjald.

Vatnsveitan er skuldlaus og nema eignir henna 685 m.kr. Framkvæmdir á síðasta ári voru aðeins 3,3 m.kr. sem er aðeins tæpur þriðjungur af 11,3 m.kr. afskriftum.

Á árinu 2019 voru tekjur Vatnsveiturnnar 50% meir en útgjöldin.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur nýlega sent bréf til allra sveitarfélaga og farið fram á að þau yfirfari gjaldskrá vatnsveitu sveitarfélagsins með hliðsjón af leiðbeiningum ráðuneytisins um ákvörðun vatnsgjalds. Í leiðbeiningum ráðuneytisins eru skýrðar heimildir til gjaldtöku vatnsveitna, með vatnsgjaldi og að gjaldið sé til þess að standa undir nánar tilgreindum kostnaði og það takmarki innheimt vatnsgjald. Fer ráðuneytið fram á að fá fyrir lok júní niðurstöðu sveitarfélaganna af athuguninni þar sem forsendur fyrir útreikningum á fjárhæð vatnsgjaldsins séu útskýrðar og auk þess að fá upplýsingar um langtímaáætlun vatnsveitunnar.

DEILA