HS Orka: Hvalárvirkjun mjög áhugaverður kostur

„Við munum halda áfram á sama hátt og hefur verið við undirbúning [Hvalár]virkjunarinnar og halda áfram með vatna- og rennslismælingar“ segir Jóhannes Snorri Sigurbergsson forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku. aðspurður um undirbúining að Hvalárvirkjun.

„Varðandi fýsileika virkjunarinnar þá er þetta ennþá mjög áhugaverður kostur. Þetta er einungis annar af tveimur vatnsaflskostum í rammaáætlun eins og hún stendur núna og virkjunin myndi gefa HS Orku mikla miðlunargetu sem við þurfum í dag fyrst og fremst að treysta á Landsvirkjun með.“

Þá var Jóhannes spurður að því hvort eldsumbrotin á Suðurnesjum hefðu áhrif á fýsileika þess að virkja utan eldvirks svæðis. Hann svaraði því til að innanhúss hefði Hvalárvirkjun ekki verið sett í samhengi við jarðhræringarnar á Reykjanesi.