Bolungavík: þjóðgarður komi ekki í veg fyrir orkunýtingu

Bæjarstjórn Bolungavíkur ályktaði á þriðjudaginn um væntanlegan þjóðgarð á Vestfjörðum og áhrif hans á framþróun vestfirsks samfélags. Eftirfarandi samþykkt var gerð einróma:

„Bæjarstjórn Bolungarvíkur tekur undir áhyggjur og sjónarmið Orkubús Vestfjarða um framtíð orkuöryggis og orkuöflunar innan Vestfjarða.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur telur það vera grundvallaratriði að stofnun þjóðgarðs komi ekki í veg fyrir nýtingu og flutning á endurnýjanlegri orku innan Vestfjarða og takmarki þannig framþróun samfélagsins.“

DEILA