Áform um íbúðabyggð í Varmadal í Önundarfirði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins og breyta landnotkun á hluta af jörðinni Varmadal í Önundarfirði. Núverandi landnotkun svæðisins gerir ráð fyrir athafnasvæði, A1. Sótt er um íbúðarhúsabyggð fyrir 15-20 íbúðarhús miðsvæðis í sveitarfélaginu.

Hugmynd landeiganda er að þar geti risið lítil byggð fyrir 15 – 20 íbúðarhús sem staðsett yrðu miðasvæðis í
bæjarfélaginu. Varmidalur er við gatnamót Vestfjarðavegar í Breiðadal og þjóðvegarins út á Flateyri.

Ef áformin verða að veruleika mun þarna rísa 50 – 100 manna byggðakjarni sem yrði mitt á milli Flateyrar og Ísafjarðar og um 7 km til hvors staðar. Varmidalur er innan til við snjóþungt svæði á Hvilftarströndinni og þaðan yrði nokkuð öruggt vetrarfæri til Ísafjarðar þótt ströndin lokist.

DEILA