Aðeins eitt tilboð barst í Tálknafjarðarveg

Vegagerðin í samvinnu við Tálknafjarðarhrepp auglýsti í vor útboð á 1,6 km þjóðvegi í gegnum þéttbýlið á Tálknafirði og barst ekkert tilboð í verkið.

Verkið var boðið út aftur út núna í júní og kom aðeins eitt tilboð frá fyrirtækinu Þróttur ehf. á Akranesi að upphæð kr. 378,8 milljónir en áætlaður kostnaður var 217,7 milljónir .

Ólíklegt verður að telja að því tilboði verði tekið og er því ljóst að verkið er enn í töluverðri óvissu. Vonast er þó til að hægt verði að hefja framkvæmdir við hluta verksins nú í haust enda aðkallandi að endurbæta þessa tæpu tvo kílómetra af þjóðvegi sem liggja í gegnum þorpið.

DEILA