17. júní uppskrift

Ég eins og margir aðrir ólst upp við bakkelsi á þjóðhátíðardaginn. Því ákvað ég að hafa auka uppskrift þessa vikuna. Gamla góða rjómatertan, gerist varla þjóðlegra nema ef skyldi vera pönnukökur.

Botnar:

4 egg
4 dl flórsykur
1 dl hveiti
1 dl kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
Vanilludropar

750 ml rjómi (3 pelar)
Hálfdós kokteilávextir

Egg og sykur þeytt saman þar til blandan er létt og ljós.
Sigtið þá þurrefnin saman við, setjið vanilludropa í og hrærið varlega saman með sleif. Hellið í tvö vel smurð tertumót og bakið við 180°C í 10–15 mínútur.

Þegar botnarnir eru alveg kaldir er vætt í þeim með ávaxtasafanum úr dósinni. Síðan eru 250 ml af rjóma þeyttir vel og ávöxtunum blandað saman við. Þetta er sett ofan á botninn og hinum svo skellt yfir. Þá er restin af rjómanum þeyttur og kakan smurð með rjóma og síðan skreytt, bæði hliðar og toppur. Tilvalið að nota rauðu kokteilberin úr blöndunni til að skreyta.

Njótið vel.

Halla Lúthersdóttir.