Vöktun blómgunar

Eitt af verkefnum Náttúrustofu Vestfjarða er vöktun blómgunar. Þetta er langtímaverkefni sem er í gangi víða um landið.

Hjá Náttúrustofunni er skráð niður hvenær 6 plöntutegundir blómstra. Fylgst er með 20 plöntum af hverri tegund. Í ár er 12 árið sem fylgst er með blómguninni í Bolungarvík og á Ströndum.

Sú tegund sem blómstrar fyrst af þeim sem fyglst er með er vetrarblóm. Fyrsta vetrarblómið sem fylgst er með blómstraði í ár 22. apríl á Ströndum. Á athugunartíma hefur það fyrst blómstrað 6. apríl árið 2012 en síðast 29. apríl árið 2015. Algengast er að það blómstri um 20. apríl.

Aðrar tegundir sem fylgst er með eru: klóelfting, lambagras, ilmreyr, hrafnaklukka og svo þjóðarblómið holtasóley. Vetarblómið er fyrst að blómstra og svo kemur klóelftingin hinar tegundirnar eru að blómstra í um og eftir miðjan maí og í júní.  

Krækilyng er farið að blómstrar snemma eins og vetrarblómið. Blómin á því eru ekki stór eða áberandi en falleg engu að síður.

Svo má hvetja alla til að skoða blómin því þau gleðja.

DEILA