Verkefnastyrkir á Þingeyri og við Dýrafjörð

Öll vötn til Dýrafjarðar er frumkvæðissjóður sem veitir verkefnastyrki í umboði Byggðastofnunar til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. 

Umsóknarfrestur rann út 11. maí 2021 og til úthlutunar voru 7,770 milljónir.

Alls bárust 19 umsóknir. Heildarumfang verkefna er umsóknir lúta að er um 44,7 milljónir. Sótt var um rúmlega 24 milljónir.

Allt voru þetta umsóknir sem féllu vel að verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar en eins og gefur að skilja, þá var ekki til fjármagn til að úthluta til allra í fyrstu umferð. Reynt var að velja sem fjölbreyttust verkefni og m.a. var stuðst við stigagjöf eftir mat á tilteknum þáttum.

Úthlutað var styrkjum til 13 verkefna tengdum menningu og listum, atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Allt eru þetta verkefni sem verkefnisstjórn telur líkleg til árangurs og að þau muni hafa jákvæð áhrif á Þingeyri og við Dýrafjörð. 

Nafn umsækjendaNafn verkefnisStyrkupphæð 
Blábankinn – Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses Blábankinn – Startup Westfjords    820.000 ISK
Guðrún Steinþórsdóttir Viðskiptaáætlun fyrir ferðaþjónustu í Brekkudal  Dýrafirði    400.000 ISK
Iwona Motycka Viðskiptaáætlun – bakarí    400.000 ISK
Janne Kristensen Danish Weekend in Þingeyri    300.000 ISK
Kómedíuleikhúsið Upptökuver Kómedíuleikhússins    800.000 ISK
Lára Dagbjört Halldórsdóttir Í garðinum hjá Láru    900.000 ISK
Listakisi List í Alvirðu 2021   800.000 ISK
Marsibil G. Kristjánsdóttir Útilistaverk á gömlu smiðjuna á Þingeyri    350.000 ISK
Óttar Freyr Gíslason Finndu mig í fjöru – Náttúrustígur   500.000 ISK
Pétur Albert Sigurðsson Trúnó – Tónlistarsmiðja fyrir börn    400.000 ISK
Sigmundur F. Þórðarson Ný vefsíða fyrir Þingeyri    400.000 ISK
Sæverk ehf. Tilraunaveiðar á krabba í Dýrafirði 1.000.000 ISK
Westfjords Residency / Simbahöllin Frumkvöðlasvæði for kids    700.000 ISK
 Samtals 7.770.000 ISK