Umhverfisstofnun auglýsir kynningarfund um Þjóðgarð á Vestfjörðum

Mynd: Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun mun halda rafrænan kynningarfund um Þjóðgarð á Vestjörðum miðvikudaginn 19. maí og hefst kl 17:30. Áætlað er að fundinum ljúki kl 19.

Tillaga að friðlýsingarskilmálum þjóðgarðsins eru nú í auglýsingu. Tillöguna má finna hér: https://ust.is/nattura/fridlysingar/fridlysingar-i-vinnslu/thjodgardur-a-vestfjordum/tillaga-ad-fridlysingu/

Hér er tengillinn á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/247877137133117

Freyja Pétursdóttir og Edda Kristín Eiríksdóttir munu flytja erindi þar sem fjallað verður um allt sem tengist friðlýsingunni, t.d. friðlýsingarferlið sjálft, vinnu samstarfshópsins, svæðið og verndargildi þess ásamt tækifærum sem geta skapast með friðlýsingum og áhrif þeirra á nærsamfélög.

Í kjölfar erindisins verður tekið á móti spurningum. Fundurinn er opin öllum.

 

DEILA