Þjóðgarður á Vestfjörðum: fjármögnun óviss – stefnt að stofnun 17. júní

Unnið er að því af hálfu Umhverfisráðherra að Þjóðgarður á Vestfjörðum verði stofnaður 17. júní næstkomandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþm. Umhverfisráðherra sagði dagsetninguna vera að ósk heimamanna.

Halla Signý Kristjánsdóttir vakti athygli á því í fyrirspurninni að þjóðgarðurinn myndi ná yfir 351 ferkilómetra svæði sem væri 4% af flatarmáli Vestfjarða. Hún taldi sátt ríkja um friðunarsvæðin en lagði áherslu á að ná víðtækri sátt um reglurnarnar sem koma til með að gilda um svæðið.

Halla Signý spurðist fyrir um það hvað uppbyggingin sem fyrirhuguð væri næstu 5 árin myndi kosta. Umhverfisráðherra svaraði því til að greining stæði yfir á uppbyggingu svæðisins og niðurstaða hennar myndi liggja fyrir í þessum mánuði

.

Eins spurðist Halla Signý Kristjánsdóttir ítrekað fyrir um það hvort fjármögnum væri tryggð. Ráðherra vísaði til landsáætlunar en sagði þó það væri víst að ráðinn yrði þjóðgarðsvörður og aðstoðarmaður hans.

DEILA