Sundabakki Ísafirði: Borgarverk lægstbjóðandi

Þrjú tilboð bárust í niðurrekstur stálþils við Sundabakka á Ísafirði. Hagtak bauð kr. 444.250.000 í verkið,
Ísar ehf 396.001.000 kr. og Borgarverk bauð lægst : 393.783,000 kr. Kostnaðaráætlun var 369.489.300 kr.

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Borgarverk ehf. og samþykkti Hafnarstjórn að taka lægsta tilboði.

Fyrirhugað er að lengja Sundabakka um 300 metra og auka dýpi við kantinn þannig að stór skemmtiferðaskip geti lagst að kantinum. Núverandi stálþil er 190 metrar.

DEILA