Skólahreysti: Grunnskóli Bolungavíkur í 6. sæti

Heiðarskóli í Reykjanesbæ er sigurvergari Skólahreysti 2021.  Úrslitakeppnin fór fram í  Mýrinni laugardaginn 29. maí og var æsispennandi allt til enda.  Aðeins hálft stig skildi á milli efstu tvo skólanna en Heiðarskóli lauk keppni með 64 stig.

Laugarlækjarskóli var í öðru sæti í ár með 63,5 stig og fékk silfrið. Flóaskóli hreppti svo þriðja sætið með 55,5 stig og fékk bronsið.

Emma Jónsdóttir úr Heiðarskóla gerði flestar ambeygjur, 45 talsins. Erlín Katla Hansdóttir, Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 7.18 mínútur en hún er núverandi Íslandsmethafi í hreystigreip eftir að hafa hangið 16.57 í undankeppninni í ár. Heiðar Geir Hallsson, Heiðarskóla, bar sigur úr býtum í dýfum og upphífingum, gerði 47  dýfur og 45 upphífingar.

Alls kepptu 12 skólar og varð Grunnskóli Bolungavíkur í 6. sæti. Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Akurskóli, Dalvíkurskóli,, Holtaskóli, Hraunvallaskóli, Lindaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnarskólar Austan Vatna og Hellu.