Skólahreysti 2021

Skólahreysti er liðakeppni á milli grunnskóla landsins.  Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum og hinn tekur hraðaþraut. Eins er með stelpurnar, önnur tekur armbeygjur og hreystigreip og hin hraðaþraut.

Tveir skólar keppa samtímis í þrautum nema hreystigreip en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþraut fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum inni í bíl má strákurinn fara af stað. Samanlagður tími þeirra gildir.

Í dag er komið að skólunum í Bolungarvík, Súðavík og Ísafirði að keppa í skólahreysti.

Keppnin verður sýnd beint á RÚV kl. 17:00