Sjávarútvegsklasi Vestfjarða styrkir háskólanema

Verkefnið Hafsjór af hugmyndum fór fyrst af stað árið 2020.

Markmiðið með “Hafsjó af hugmyndum” er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum. 

Nemendur á framhaldsstigi háskóla í öllum háskólum á Íslandi geta sótt um styrk. Auk styrksins munu fyrirtækin í sjávarútvegsklasa Vestfjarða veita upplýsingar, miðla af reynslu og útvega hráefni, upplýsingar og aðstöðu eins og þörf er á hverju sinni. Það mun gefa nemendum góða innsýn inn í spennandi  ný verkefni í vestfirskum sjávarútvegi. 

Úr umsóknum verða valin 5-8 lokaverkefni og hægt er að sækja um styrk á bilinu 250.000-750.000 kr. eftir verkefnum.

Frestur til að sækja umer til 1. júní og allar nánri upplýsingar veitir Guðrún Anna Finnbogadóttir í netfangi: gudrunanna@vestfirdir.is